Matreiðslumaður í mötuneyti

Við leitum að hugmyndaríkum og orkumiklum einstakling til að taka að sér matreiðslu í einu af bragðbestu mötuneytum landsins, hádegisveitingastaðnum Torginu.

 

Um er að ræða fullt starf sem unnið er í dagvinnu.

 

Helstu verkefni

 • Matreiðsla og framsetning á hádegisverði
 • Frágangur í mötuneyti
 • Gerð matseðla
 • Aðstoða við pantanir og móttöku þeirra
 • Afgreiðsla veitinga fyrir fundi og móttökur
 • Viðhalda langvarandi matarást starfsfólks

Hæfnikröfur

 • Sveinspróf í matreiðslu
 • Geta til að vinna sjálfstætt
 • Reynsla af matreiðslu í mötuneyti
 • Skipulagshæfni og þjónustulund
 • Góð kostnaðarvitund
 • Fagmennska og metnaður fyrir matreiðslu

 

Starfið heyrir undir yfirmatreiðslumann.

 

Umsóknarfrestur er til og með 17.nóvember 2019. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Kári Júlíusson, mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is og Kjartan Marinó Kjartansson, yfirmatreiðslumaður netfang kjartanmk@landsnet.is.

 

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Deila starfi
 
 • Staðsetning
 • Landsnet hf.
 • Gylfaflöt 9
 • 112 Reykjaví­k
 • Kt. 580804 2410
 • Fax 563 9309
 • Kort