Nemasamningur fyrir rafvirkja- og rafveituvirkjanema

Við bjóðum nemum spennandi samning

 

Við leitum að nemum af öllum kynjum sem finnst rafvirkjun eða rafveituvirkjun spennandi.

 

Hjá okkur færð þú gott starfsumhverfi með áhugaverðum verkefnum þar sem nemar hafa áhrif, njóta stuðnings, fá góða þjálfun og hafa tækifæri til þróunar.

 

Spennandi og skemmtileg verkefni eru í boði fyrir rétta einstaklinginn.

 

Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Hjá Landsneti berum við umhyggju hvert fyrir öðru, sköpum góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar - samvinnu, ábyrgð og virðingu - að leiðarljósi.

 

Umsóknarfrestur er til 25.október


Nánari upplýsingar veita Smári Jónasson, forstöðumaður netþjónustu, og Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is

 

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is.

Deila starfi
 
  • Staðsetning
  • Landsnet hf.
  • Gylfaflöt 9
  • 112 Reykjaví­k
  • Kt. 580804 2410
  • Fax 563 9309
  • Kort