Sérfræðingur í stýringu flutningskerfisins

Spennandi framtíð

 

Sérfræðingur í stýringu flutningskerfisins

 

Við leitum að metnaðarfullum samstarfsfélaga, með brennandi áhuga á orkugeiranum, í hóp frábærra sérfræðinga í stjórnstöð okkar. Stjórnstöðin ber ábyrgð á stjórnun raforkukerfisins, samhæfingu aðgerða í tengslum við truflanir og viðhald auk þess að halda utan um orkumarkað. Nýju starfsfólki er veitt öflug og markviss þjálfun en um er að ræða kreandi og ábyrgðarmikið starf. Hluti starfsins er vaktavinna.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Stýring og vöktun raforkukerfisins
 • Aðgerðastjórnun og áætlanagerð um rekstur flutningskerfisins
 • Rekstur jöfnunarorkumarkaðs
 • Þátttaka í greiningar- og úrbótaverkefnum
 • Þátttaka í nýsköpunarverkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til að starfa í teymi
 • Geta til að starfa undir álagi
 • Öguð og nákvæm vinnubrögð
 • Sterk öryggis- og jafnréttisvitund
 • Háskólamenntun í raungreinum sem nýtist í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 27.september nk. Sótt er um starfið á landsnet.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.

 

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmannsson, forstöðumaður stjórnstöðvar í síma 563-9300


Landsnet er þjónustufyrirtæki sem kappkostar að vinna í takt við samfélagið og hefur það að meginmarkmiði að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við bjóðum upp á fyrsta flokks aðbúnað, góðan starfsanda, frábært mötuneyti, aðgengi að líkamsræktaraðstöðu og stuðning við að viðhalda og sækja sér frekari þekkingu. Við erum þátttakandi í fjölmörgum rannsóknar- og samvinnuverkefnum innan Norðurlandanna og Evrópu.

Deila starfi
 
 • Staðsetning
 • Landsnet hf.
 • Gylfaflöt 9
 • 112 Reykjaví­k
 • Kt. 580804 2410
 • Fax 563 9309
 • Kort